Yfirlýsing

Við, fyrirtækin í Agile netinu, viljum styðja við umbætur í stjórnun og vöruþróun hjá íslenskum fyrirtækjum. Við trúum því að Agile og Lean aðferðir séu bestu þekktu aðferðirnar í dag og með beitingu þeirra megi ná framúrskarandi árangri og framleiðni í íslensku samfélagi.

Sjá fyrirtækin...

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Morgunverðarfundur hjá Valitor 19. febrúar 2016 kl. 08:30

Valitor hefur á undanförnum árum vaxið frá því að vera eini leyfishafi Visa á Íslandi yfir í að vera tæknifyrirtæki á sviði greiðslumiðlunar með 220 starfsmenn og meirihluta teknanna erlendis frá. Á þessum tíma hefur vöruþróun hjá Valitor farið úr 20 stöðugildum upp í yfir 50 manns sem starfa í sjö Agile-þróunarteymum. Teymin þróa fjölbreyttar lausnir m.a. fyrir heimildavinnslu í rauntíma, eftirlit með kortasvikum, fjárhagsleg uppgjör og þjónustu við korthafa og kaupmenn. Valitor keyrir alla starfsemina á eigin kerfum sem er í senn krefjandi og skapar Valitor einstaka stöðu til að keppa á alþjóðavettvangi með sveigjanlega vöru og persónulega þjónustu að vopni. Valitor hefur m.a. knúið ævintýralegan vöxt fyrirtækja á borð við Stripe og Klarna, og er einn af örfáum færsluhirðum í Evrópu sem gera upp við kaupmenn sem bjóða upp á greiðslur í iOS appi með ApplePay.  

Á fundinum munu starfsmenn frá Vöruþróun & nýsköpun hjá Valitor segja frá uppgangi vöruþróunar og áskoranir í vextinum hjá Valitor, hvernig vörustjórar (Product Owner) og verkefnastjórar (Project Manager) vinna saman að því að hámarka afrakstur vöruþróunar í Agile umhverfi, og hvaða árangur og lærdómar hafa fengist með þróun í dreifðu Scrum-teymi þar sem verktakar í Austur-Evrópu koma við sögu.

Valitor - Dalshrauni 3, 220 Hafnarfirði

>>>>> Skrá mig <<<<<<

> Fleiri fréttir


imgban