Yfirlýsing

Við, fyrirtækin í Agile netinu, viljum styðja við umbætur í stjórnun og vöruþróun hjá íslenskum fyrirtækjum. Við trúum því að Agile og Lean aðferðir séu bestu þekktu aðferðirnar í dag og með beitingu þeirra megi ná framúrskarandi árangri og framleiðni í íslensku samfélagi.

Sjá fyrirtækin...

Fréttir

Fyrirsagnalisti

20% afsláttur á Management 3.0 vinnustofu hjá Jurgen Appello 12. nóvember 2014

Jurgen Appelo er mörgum kunnugur síðan hann kom á Agile Ísland 2012 og einnig af Management 3.0.  Um er að ræða eins dags vinnustofu af Management 3.0 sem snýr sérstaklega að nýju bókinni sem hann var að gefa út.  Námskeiðið er haldið af honum og erum við honum innan handar sem tengiliðir á Íslandi.  Jurgen er skemmtilegur og kemur með ferskar hugmyndir í stjórnun sem er hægt að taka upp og byrja að nýta strax að námskeiði loknu.  

Við fáum að skrá þáttakendur til leiks og fáum 20% afslátt ef fleiri en 3 skrá sig gegnum Agilenetið, þannig að nú getum við sameinast um að fá öll afslátt ;)

Opna Skráningarformið


Vinnustofna er frá 09:00-17:00 miðvikudaginn 12. nóvember í Tjarnarbíó við tjörnina í Reykjavík.

Lesa meira

> Fleiri fréttir


imgban